Marijuana Anonymous

Marijuana Anonymous, ónafngreindir kannabisfíklar, eru félagsskapur karla og kvenna sem deila með sér reynslu, styrk og vonum svo að við megum leysa sameiginlegt vandamál okkar og hjálpa öðrum fíklum að frelsast frá kannabisfíkn Eina skilyrðið fyrir inngöngu er löngun til að hætta að nota kannabis. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnislega farborða. MA er sjálfstæð heild og tengist engum öðrum félagsskap. Við höldum okkur utan við þras og þrætur og tökum ekki afstöðu til mála óviðkomandi MA. Höfuðtilgangur okkar er að halda okkur frá kannabisefnum og að hjálpa kannabisfíklum sem enn þjást að ná sama frelsi og við. Þetta getum við gert með því að stunda tólf spor MA og halda okkur við tólf erfðavenjur MA sem hópur.

Fundir í Reykjavík:

MIÐVIKUDAGA

Nýliðafundur

kl 18:15

Alanó klúbburinn
Holtagörðum
Holtavegi 10, 2. hæð
105 Reykjavík

FÖSTUDAGA

Sporaspeaker

kl 19:00

Gula Húsið
Tjarnargötu 20
Ris (3. hæð)
101 Reykjavík

Fjarfundir á Zoom:

FIMMTUDAGA

10. spors fundur

kl 19:00

Meeting ID: 484 348 1063
Passcode: 1212

LAUGARDAGA

Líf í von

kl 11:00

Meeting ID: 484 348 1063
Passcode: 1212

12 SPURNINGAR NAFNLAUSRA KANNABISFÍKLA

Eftirfarandi spurningar gætu hjálpað þér að ákvarða hvort kannabis sé vandamál í þínu lífi.

  1. Er ekki lengur skemmtilegt að reykja?
  2. Ferðu stundum í vímu ein/n?
  3. Finnst þér erfitt að hugsa þér lífið án kannabisefna?
  4. Velur þú þér vini út frá kannabisnotkun þinni?
  5. Forðast þú að takast á við vandamál þín með því að reykja kannabis?
  6. Reykir þú kannabis til þess að ráða við tilfinningar þínar?
  7. Veldur kannabisnotkunin því að þú lifir í þínum eigin einangraða heimi?
  8. Hefur þér mistekist að standa við loforð um að minnka eða hafa stjórn á kannabisneyslu þinni?
  9. Hefur kannabis notkun þín komið niður á minni, einbeitingu eða hvata?
  10. Þegar efnið er að klárast finnurðu þá fyrir kvíða eða ótta um hvernig sé hægt að ná í meira?
  11. Skipuleggur þú lífið í kring um kannabisneyslu þína?
  12. Hafa vinir þínir eða ættingjar einhverntíman talað um að kannabisreykingar þínar séu að skaða sambandið við þau?
Ef þú svaraðir já við einhverri af spurningunum hér fyrir ofan þá gætir þú átt í vandræðum með kannabis.

Hér má finna gagnlegar upplýsingar:
Nýliðabæklingur


Marijuana Anonymous, ónafngreindir kannabisfíklar, eru félagsskapur karla og kvenna sem deila með sér reynslu, styrk og vonum svo að við megum leysa sameiginlegt vandamál okkar og hjálpa öðrum fíklum að frelsast frá kannabisfíkn Eina skilyrðið fyrir inngöngu er löngun til að hætta að nota kannabis. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnislega farborða. MA er sjálfstæð heild og tengist engum öðrum félagsskap. Við höldum okkur utan við þras og þrætur og tökum ekki afstöðu til mála óviðkomandi MA. Höfuðtilgangur okkar er að halda okkur frá kannabisefnum og að hjálpa kannabisfíklum sem enn þjást að ná sama frelsi og við. Þetta getum við gert með því að stunda tólf spor MA og halda okkur við tólf erfðavenjur MA sem hópur.